Kawhi Anthony Leonard (fæddur 29. júní, 1991) er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Clippers í NBA-deildinni.

Upplýsingar
Fullt nafn Kawhi Anthony Leonard
Fæðingardagur 29. júní 1991
Fæðingarstaður    Los Angeles, Bandaríkin
Hæð 201 cm.
Þyngd 104 kg.
Leikstaða Lítill framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Los Angeles Clippers
Háskólaferill
2009-2011 San Diego State
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2011-2018
2018-2019
2019-
San Antonio Spurs
Toronto Raptors
Los Angeles Clippers

1 Meistaraflokksferill.

Leonard hóf ferilinn í NBA með San Antonio Spurs 2011 og vann deildartitil með liðinu 2014 og var valinn MVP í úrslitunum. Hann spilaði eitt tímabil með Toronto Raptors og vann fyrsta deildartitil félagsins árið 2019 og var aftur valinn MVP aftur í úrslitum. Leonard skoraði 732 stig í úrslitakeppninni 2019 sem er það þriðja hæsta í sögunni ( Eftir LeBron James (748, 2018) og Michael Jordan (759, 1992).

Leonard hefur 4 sinnum verið valinn í stjörnuliðið og tvisvar verið valinn varnarmaður ársins; 2014-15 og 2015-16. Hann er nefndur Klóin ("Claw" eða "Klaw") en hendur hans eru óvenjulega stórar miðað við líkamsstærð.

Heimild breyta