Katrín Súnadóttir

Katrín Súnadóttir (um 12151251/1253) var sænsk hefðarkona og drottning Svíþjóðar frá 1244 til 1250, þegar maður hennar, Eiríkur konungur, lést. Síðustu árin var hún í Guðheimsklaustri og var ef til vill abbadís þar.

Stytta Katrínar á gröf hennar í Guðheimsklaustri.

Katrín var dóttir Súna Fólkasonar og Helenu, dóttur Sörkvis yngri Karlssonar Svíakonungs og systur Jóhanns Sörkvissonar. Súni faðir hennar var lögsögumaður Vesturgauta og er nefndur jarl í sumum heimildum. Hann var af Bjälbo-ætt. Hjónabandi Katrínar og Eiríks konungs mun hafa verið ætlað að styrkja Eirík í sessi með því að tengja hann við Sörkvisætt en Eiríksætt og Sörkvisætt höfðu lengi tekist á um völd í Svíþjóð og skipst á um konungstitilinn hvað eftir annað. Katrín, sem átti enga bræður, aðeins eina systur, er sögð hafa fengið ógrynni fjár í heimanmund, allt að því „hálft kóngsríkið“.

Þau Katrín og Eiríkur virðast ekki hafa átt börn, að minnsta kosti engin sem lifðu föður sinn því að við lát Eiríks 2. febrúar 1250 erfði Ingibjörg systir hans auðævi hans en Valdimar Birgisson sonur hennar varð konungur. Katrín gaf Guðheimsklaustri stórfé og gekk sjálf í klaustur þar. Klausturvistin hefur þó ekki verið ýkja löng því vitað er að hún var dáin í febrúar 1253.

Heimildir breyta