Kóreufura (fræðiheiti: Pinus koraiensis) er furutegund ættuð frá austur Asíu: Kóreu, norðaustur Kína, Mongólíu, tempruðum regnskógum austast í Rússlandi og mið Japan. Í norðurhluta útbreiðslusvæðisins vex hún í lítilli hæð, vanalega í 600 til 900 m hæð, en sunnar er hún fjallatré í 2.000 til 2.600 m hæð í Japan.[1][2]

Kóreufura
Í ræktun í Morton Arboretum
Í ræktun í Morton Arboretum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. koraiensis

Tvínefni
Pinus koraiensis
Siebold & Zucc.

Litningatalan er 2n = 24.[3]

Börkur

Lýsing breyta

Á náttúrulegu búsvæði sínu eða við áþekk skilyrði getur hún náð 30 m hæð. Ræktuð verður hún að 15 m há.[4] Hún er pýramídalaga í formi, og yngri tré með uppréttar greinar og eldri tré með láréttar greinar sem ná niður að jörð. Grár eða brúnleitur börkurinn flagnar af og kemur þá í ljós rauðleitur innri börkurinn. Blágrænar barrnálarnar eru 5 saman, og að 4,5 sm langar og um 1mm breiðar. Könglarnir eru að 6 til 12 sm langir.[4]

Nytjar og vistfræði breyta

Ætar hneturnar af þessari tegund eru þær sem eru almennastar í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum.[4][1] Hnetuolían inniheldur 11.5% af hinni óvenjulegu fitusýru pinolenic acid (cis–5–cis–9–cis–12 octadecatrienoic acid).[5] Olían nýtist í sleipiefni og sápur.[6] Trén eru einnig uppspretta terpentínu, resína og tannína.[1][7]

Kóreufura er einnig ræktuð til skrasuts. Hún þolir mismunandi jarðvegsgerðir og þrífst jafnvel í borgum. Hún er aðlöguð veðurfari með mjög köldum vetrum.[4] Það eru til allnokkur ræktunarafbrigði, svo sem hið bláleita 'Glauca' og 'Silveray' og breiðvaxna 'Winton'.[8]

Viðurinn er nýtanlegur til margra hluta, t.d. í byggingar.[4] Hann er léttur, með beinum vígindum, og auðvelt að vinna með. Það er notað í flísar, spæni (spónaplötur) og pappamassa.[1] Hinar fjölbreytilegu nytjar hafa valdið rányrkju á tegundinni í náttúrunni, og eyðingu búsvæða sem tegundinni fylgja. Síberíutígur á heimkynni sín í þessum skógum, og verndun þeirra er eitt skref í verndun tígursins.[1]

Önnur tegund sem tilheyrir kóreufuru er hnotkráka (Nucifraga caryocatactes), sem safnar fræjunum og leikur stórt hlutverk í dreifingu þeirra.[9]

Myndir breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Thomas, P.; Farjon, A. (2013). Pinus koraiensis. The IUCN Red List of Threatened Species 2013. Sótt 28. apríl 2017.
  2. "Pinus koraiensis". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  3. Tropicos. Pinus koraiensis
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 Pinus koraiensis. Plant Finder. Missouri Botanical Garden.
  5. Imbs, A. B.; Nevshupova, N. V.; Pham, L. Q. (1998). „Triacylglycerol composition of Pinus koraiensis seed oil“ (PDF). Journal of the American Oil Chemists' Society. 75 (7): 865–870. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 19. nóvember 2018.
  6. Fu, Liguo; Li, Nan; Elias, Thomas S.; Mill, Robert R. "Pinus koraiensis". Geymt 29 júlí 2020 í Wayback Machine Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  7. "Pinus koraiensis". Geymt 21 október 2017 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  8. Pinus koraiensis. University of Connecticut Horticulture. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 19. nóvember 2018.
  9. Hutchins, Harry E.; Hutchins, Susan A.; Liu, Bo-wen (1996). „The role of birds and mammals in Korean pine (Pinus koraiensis) regeneration dynamics“. Oecologia. 107 (1): 120–130. doi:10.1007/BF00582242.

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.