Kóladrykkur eða kóla er sætur gosdrykkur sem venjulega inniheldur karamellulit og koffín. Bragðið kemur yfirleitt úr blöndu bragðefna sem unnin eru úr vanillu, kanil og sítrus. Nafnið kóla er dregið af nafni kólahnetunnar frá Vestur-Afríku sem er skyld kakótrénu og var upphaflega notuð til að gefa kaffín í drykkinn. Flestir kóladrykkir eru svartir á lit.

Kóladrykkur með klaka og sítrónusneiðum.

Til er gríðarlegur fjöldi tegunda kóladrykkja um allan heim, bæði á heimsmarkaði og eins á staðbundnum mörkuðum. Dæmi um stór vörumerki eru Coca Cola, Pepsi Cola, Royal Crown (RC-kóla), Virgin Cola, Inca Cola, sem er upphaflega frá Perú, og Mecca Cola sem er markaðssett sérstaklega fyrir múslima. Á Íslandi hafa í gegnum tíðina komið fram ýmis séríslensk vörumerki eins og t.d. Ískóla sem var framleitt af Sól hf og Bónuskóla sem er framleitt fyrir Bónusverslanirnar.