Kærleiksboðberarnir

Kærleiksboðberarnir (latína: Missionariarum a Caritate) eða Teresusystur eru rómversk-kaþólsk trúarregla stofnuð í Kalkútta árið 1950 af albönsku nunnunni Anjezë Gonxhe Bojaxhiu, sem er betur þekkt sem móðir Teresa. Meðlimir reglunnar taka fjögur heit, um skírlífi, fátækt, hlýðni og að veita „þeim fátækustu hinna fátæku“ ókeypis þjónustu. Reglan fæst einkum við þjónustu við flóttamenn, fyrrum vændiskonur, geðsjúka, veik börn, yfirgefin börn, holdsveika, eyðnisjúka og sjúka á batavegi. Samtökin reka 19 heimili í Kolkata auk skóla fyrir götubörn, holdsveikranýlendu og munaðarleysingjahæla. Reglan er með starfsemi út um allan heim. Prestaregla var stofnuð innan reglunnar árið 1984. Eftir lát móður Teresu 1997 tók hin indverska Nirmala Joshi við. Núverandi höfuð reglunnar er Mary Prema Pierick frá Þýskalandi.

Teresusystur í hefðbundnum hvítum sarí með bláum röndum.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.