Jurtalitun er forn aðferð til að lita efni, aðallega ull. Sjálf jurtin sem notuð er til litunar nefnast litgras eða litunargras. Jurtalitun tengist að sumu leyti fornri blekgerð, til dæmis á Íslandi, en sortulyng var bæði notað til blekgerðar og til að lita ull.

Fornleifafræðingar telja að jurtalitun til þess að lita efni hafi verið stunduð á Indlandi og Fönikíu í um það bil 5000 ár. Talið er að fólk hafi fyrst og fremst notað jurtalitun til þess að skreyta hús sín og föt.

Víða erlendis var silki og bómull lituð en á Íslandi var ull aðallega lituð.

Talið er að Íslendingar hafi notað jurtalitun síðan frá landnámi, því fólki fannst sauðalitirnir ekki endilega nógu skrautlegir. Húfur voru yfirleitt gráar, dökkbláar eða kolsvartar með gulum eða rauðum röndum, samt voru línurnar þá oftast örþunnar. Litirnir voru þó áberandi.  Skinn var líka litað og skór gerðir úr því.

Aðferð breyta

 
Ull lituð með jurtum

Það eru til margar ólíkar aðferðir til litunar. Fer það eftir því hvort plantan sem notuð er, er þurkkuð eða ný og hvaða lit á að ná fram. Flestum finnst best að nota nýtíndar jurtir.

Fyrst er efnið sem á að lita hitað í svokölluðum festilegi, svo að liturinn festist í efninu sem á að lita. Festilögurinn er gerður úr álún og vínsteini sem sýrir vatnið. Fyrir hver 100g af ull eru vigtuð 10g af álún og 5g af vínsteini. Síðan er festilögurinn með ullinni hitaður hægt upp í 90*C og haldið þannig í um það bil klukkustund, en suðan má alls ekki koma upp. Slökkt er síðan undir og látið kólna yfir nótt. Síðan er ullin skoluð og þá er hún tilbúin til litunar.

Ef blöðin sem notuð eru til litunar eru þurkuð þá þarf minna af þeim en ef þau eru ný. Ef blöðin eru nýtínd er gott að fylla næstum pottinn af laufum. Jurtirnar eru tættar eða brytjaðar niður og látnar í bleyti og soðnar í 40 mínútur til klukkustund. Eftir það eru þær látnar kólna. Síðan eru jurtirnar siktaðar frá og efnið sett ofan í vökvann.

Tenglar breyta

Heimidaskrá breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.