Jules Gabriel Verne (8. febrúar 182824. mars 1905) var franskur rithöfundur, skáld, leikskáld og brautryðjandi á sviði vísindaskáldsagna.

Jules Verne. Mynd eftir Félix Nadar (1820-1910).

Samstarf Verne og útgefandans Pierre-Jules Hetzel leiddi til útgáfu gríðarvinsællar bókaraðar um „ótrúlegu ferðirnar“ (Voyages extraordinaires), yfir 50 skáldsagna um ímyndaða könnunarleiðangra. Meðal þekktustu sagnanna í þessum flokki eru Leyndardómar Snæfellsjökuls (1864), Tunglflaugin (1865), Sæfarinn: Ferðin kring um hnöttinn neðansjávar (1870) og Umhverfis jörðina á 80 dögum (1873).

Verne er einn af þekktustu rithöfundum heims og verk hans höfðu mikil áhrif á framúrstefnuhöfunda 20. aldar í Frakklandi. Í hinum enskumælandi heimi var hins vegar lengi litið á hann sem höfund barnabóka eða furðusagna af því þýðingar á verkum hans komu oft út í styttum útgáfum.

Frá 1979 hefur Verne verið í öðru sæti yfir mest þýddu höfunda heims, á eftir Agöthu Christie. Hann hefur stundum verið nefndur „faðir vísindaskáldsögunnar“ ásamt H. G. Wells og Hugo Gernsback.

Tengill breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.