Johnny and the Hurricanes

Johnny and the Hurricanes, upphaflega The Orbits, var bandarísk rockabilly-hljómsveit stofnuð árið 1957 í Toledo í Ohio. Hljómsveitin var samsett af skólafélögum undir stjórn Johnny Paris. Árið 1958 skrifaði hljómsveitin undir útgáfusamning við Twirl Records og ári seinna kom út smáskífan Crossfire sem varð vinsæll sumarsmellur um öll Bandaríkin.

Næsta smáskífa frá sveitinni var Red River Rock, sem var ósungin útgáfa Red River Valley, með Paul Tesluk á Hammond-orgelinu. Smáskífan seldist í rauða rokinu beggja vegna Atlantshafs og komst í topp-10 á vinsældalistum.

Vinsældir hljómsveitarinnar entust þó ekki lengi og þegar smáskífan Ja-Da kom út árið 1961 voru þeir félagar dottnir út fyrir meginstefnu tónlistarinnar á þeim tíma. Þeir fóru þó í hljómleikaferð um Evrópu og hituðu, þá óþekktir, Bítlarnir meðal annars upp fyrir þá í Hamborg.