Johnny English Reborn

Johnny English Reborn er bresk gamanmynd frá 2011 með Rowan Atkinson og sjálfstætt framhald myndarinnar Johnny English frá 2003. Leikstjóri er Oliver Parker og höfundar handrits eru Neal Purvis, Robert Wade og Hamish MacColl. Í myndinni þarf Johnny að stöðva hóp alþjóðlegra leigumorðingja áður en þeir myrða þjóðhöfðingja og valda miklum usla um alllan heim. Kvikmyndin var frumsýnd 7. október 2011 í Bretlandi. Aðalleikarar eru Rowan Atkinson, Eric Carte, Roger Barclay og Togo Igawa.[1] Framhaldskvikmyndin Johnny English Strikes Again var frumsýnd árið 2018.

Aðalleikarar myndarinnar stilla sig upp á frumsýningunni fyrir myndatöku.

Framleiðsla breyta

Í mars 2007 staðfesti Rowan Atkinson að unnið væri að handriti á framhaldskvikmyndinni af Johnny English. Í apríl 2010 tilkynnti Universal Studios að framleiðsla á annari Johnny English myndinni væri yfirstandandi. Tökur hófust í september 2010 og var myndin frumsýnd 7. október 2011 í Bretlandi.

Tilvísanir breyta

  1. Johnny English Reborn, sótt 12. september 2020