Jay Leno (fæddur 28. apríl, 1950) er bandarískur þáttastjórnandi af ítölskum og skoskum uppruna. Hann er best þekktur fyrir að hafa stjórnað The Tonight Show á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC. Hann á einnig framleiðslufyrirtækið Big Dog Productions sem framleiðir The Tonight Show í samvinnu við NBC.

Jay Leno

Uppruni breyta

Leno fæddist sem James Henry Muir-Leno í New Rochelle í New York. Hann ólst upp í Andover, Massachusetts og er með bachelor gráðu í talmeinafræði.

Uppistand breyta

Leno hóf ferilinn með því að koma fram á næturklúbbum, börum og nokkurn veginn hvaða stað sem er sem myndi gefa honum kost á að koma fram í eins og fimm mínútur. Hann varð fljótt þekktur fyrir þægilega framkomu sína, bæði á sviði og utan sviðs, sem og fyrir sérstakt útlit (t.d. stóra höku). Hann kom stundum fram í The Tonight Show sem þá var stýrt af Johnny Carson, en hélt samt áfram við að koma fram á næturklúbbum, allt að átta eða níu á hverju kvöldi.

Eftir að nokkrir vinir hans urðu áhrifamiklir í sjónvarpsgeiranum kom hann oftar fram á þeim vettvangi. Þannig kom hann sérlega oft fram í Late Night with David Letterman þættinum. Forustumenn NBC tóku eftir þessum vinsældum og ákváðu að gera hann að stjórnanda The Tonight Show þegar þáverandi þáttarstjórnandi, Joan Rivers, hætti.

Þáttastjórnandi í Tonight Show breyta

Þegar Carson hætti árið 1992 bjuggust margir við að David Letterman myndi taka við af honum. Í hönd fóru miklar umræður og samningaviðræður, og lauk þeim með sigri Lenos. Letterman gerði aftur á móti samning við CBS um að stýra helsta keppinaut Tonight Show sem hét Late Show. Fyrstu árin hafði Letterman betur hvað áhorfendatölur snerti, en The Tonight Show tók forystuna 1995 og hefur haldið henni síðan. Í október árið 2005 sagði Leno að hann hefði ekki talað við David Letterman í 13 ár.

Á 50 ára afmæli The Tonight Show hinn 27. september árið 2004 tilkynnti Leno að hann myndi hætta þegar samningur hans rynni út árið 2009. Þá myndi Conan O'Brien, stjórnandi Late Night taka við af honum.

Einkalíf breyta

Áhugamál breyta

Leno er þekktur fyrir söfnun sína á bílum og mótórhjólum. Hann á stórt safn af fornbílum og ekur yfirleitt einum af bílunum til og frá vinnu. Þá er hann dálkahöfundur í blaðinu Popular Mechanics.

Fjölskyldumál breyta

1980 giftist Leno Mavis Leno, sem er þekkt fyrir störf sín í þágu afghanskra kvenna undir stjórn Talibana. Þau eiga engin börn.

Tenglar breyta