Jarðvegsmengun er mengun í jarðvegi sem stafar af lífframandi efnum eða öðrum breytingum á samsetningu náttúrulegs jarðvegs. Helstu orsakir jarðvegsmengunar eru efnamengun frá iðnaði, landbúnaði eða sorpi. Algeng efni sem valda jarðvegsmengun eru kolvetni úr jarðefnaeldsneyti, fjölhringa arómatísk vetniskolefni (eins og naftalen og bensó(a)pýren), leysiefni, skordýraeitur, blý og aðrir þungmálmar. Jarðvegsmengun helst í hendur við aukna iðnvæðingu og efnanotkun.

Jarðvegsmengun af völdum tjöru við aflagða gasverksmiðju.

Áhyggjur af jarðvegsmengun stafa aðallega af heilbrigðisáhættu vegna beinnar snertingar við jarðveg, uppgufun mengunarvalda og mengun vatnsbóla við og undir jarðveginum. Kortlagning mengaðs jarðvegs og hreinsun hans eru gríðarlega tímafrek og dýr verkefni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.