Jan Mayen er líka nafn á íslenskri hljómsveit.

Jan Mayen er norsk eldvirk eyja í Norður-Íshafi, um 550 km norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 km² að flatarmáli, 53,6 km löng, með strandlengju upp á 124 km og breidd hennar er á bilinu 2,5 – 15,8 km. Jan Mayen teygir sig frá suðvestri til norðausturs og á norðausturhluta eyjarinnar er hið risavaxna eldfjall Beerenberg sem er 2277 m hátt. Jan Mayen teygir sig frá 70°50'N og 9°03'W í suðri til 71°10'N og 7°57'W í norður.

Staðsetning Jan Mayen sýnd á korti.
Hæðarkort.
Beerenberg á Jan Mayen

Eyjan er á heitum reit og hafa eldgos verið tíð í Beerenberg síðustu aldir, það síðasta árið 1985. Þar áður urðu eldgos árin 1973 og 1970. Allt voru þetta tiltölulega lítil sprungugos í hlíðum fjallsins. Sögulegar heimildir eru til um gos árin 1732, 1818 og 1851.

Aðeins einn bær er á eynni, Olonkinbyen og búa þar 18 íbúar. Eyjunni er stjórnað af norska fylkinu Nordland.

Fundur og nafngift breyta

Ekki er óhugsandi að það hafi einmitt verið Jan Mayen sem Beda prestur fann á 6. öld e.Kr. þegar hann segir frá eldi spúandi eyju í norðri þar sem dagur var allan sólarhringinn. Einnig má vel vera að sæfarar víkingaaldar hafi vitað um eyjuna. En Henry Hudson fann síðan eyjuna árið 1607 á einni fjögurra ferða sinna um Norður-Íshafið er hann var að leita að siglingaleið til Kína. Hvalveiðimenn sigldu í kjölfarið til eyjarinnar og árið 1614 var henni gefið nafnið Jan Mayen eftir hollenska hvalveiðiskipstjóranum Jan Jacobs May van Schellinkhout.

Tenglar breyta

erlendir

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.