Isle of Wight tónlistarhátíðin

Isle of Wight hátíðin (enska: The Isle of Wight Festival) er tónlistarhátíð staðsett á eyjunni Isle of Wight sem byrjaði á 7. áratugnum eða 1968. Árið 1970 var frægasta hátíðin og komu þar 600.000 manns saman. Listamenn sem komu fram á klassíska tímabili hátíðarinnar voru m.a: Jethro Tull, Bob Dylan, Jimi Hendrix, Miles Davis, The Doors, The Who, Emerson, Lake & Palmer, Kris Kristofferson, Joni Mitchell, The Moody Blues, Donovan og Leonard Cohen. Hátíðin var endurvakin árið 2002 og hefur verið haldin síðan.

Hátíðin árið 1970.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „The Isle of Wight Festival“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. nóv. 2016.

Heimildamyndir breyta

  • Message of Love: The Isle of Wight Festival: The Movie (1996)