Irmingerhaf er hafsvæði í Norður-Atlantshafi sem nær frá Hvarfi norður að Grænlands-Íslandshryggnum í Grænlandssundi milli Vestfjarða og Austur-Grænlands. Meirihluti Irmingerhafs er fyrir norðan Irmingerdældina milli Grænlands og Reykjaneshryggs. Í hafinu eru mikil gullkarfamið.

Grænlenski bærinn Tasiilaq stendur við Irmingerhaf

Hafið heitir eftir danska flotaforingjanum Carli Irminger, eins og Irmingerstraumurinn.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.