Iker Casillas Fernández (f. 20. maí 1981 í Madríd) er spænskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði sem markvörður. Casillas spilaði lengst af með Real Madrid en endaði ferilinn 2020 með portúgalska félaginu FC Porto. Hann spilaði með spænska landsliðinu 2000-2016 og vann 2 evróputitla og einn heimsmeistaratitil. Hann er talinn einn af bestu markmönnum sögunnar ásamt Gianluigi Buffon.

Casillas 2021.
Iker Casillas

Casillas spilaði yfir 1000 leiki á ferlinum og á met yfir að halda hreinu marki með spænska landsliðinu, í Meistaradeild Evrópu og Evrópukeppni karla í knattspyrnu. Hann er leikjahæstur í Meistaradeildinni með 177 leiki.

Titlar breyta

Real Madrid breyta

  • La Liga: 5
  • Supercopa de España: 4
  • Copa del Rey: 2
  • Meistaradeild Evrópu: 3
  • UEFA Super Cup: 2
  • Intercontinental Cup: 1
  • FIFA Club World Cup: 1

FC Porto breyta

  • Primeira Liga: 1
  • Supertaça Cândido de Oliveira: 1

Spánn breyta

  • Evróputitlar: 2 (2008 og 2012)
  • Heimsmeistarartitlar: 1 (2010)
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.