Hvanneyrarkirkja er friðuð kirkjaHvanneyri í Borgarfirði, byggð árið 1905. Kirkjan er í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands, en hún var byggð af Vesturamtinu eftir að sú gamla, sem byggð var 1893, fauk árið 1902 og lenti á þeim stað þar sem núverandi kirkja stendur norðan kirkjugarðs. Þá eignaðist Bændaskólinn kirkjuna fyrst söfnuðurinn hafði ekki viljað reisa nýja kirkju á sínum tíma.

Hvanneyrarkirkja
Hvanneyrarkirkja
Hvanneyri (febrúar 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Almennt
Prestakall:  Hvanneyrarprestakall
Núverandi prestur:  Flóki Kristinsson
Byggingarár:  1905
Kirkjugarður:  Suðvestan við kirkjuna
Arkitektúr
Arkitekt:  Rögnvaldur Ólafsson
Efni:  Timbur með bárujárni
Turn:  Klukkuturn
Kirkjurýmið
Altari: Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson frá 1923

Kirkjan er gerð úr bárujárnsklæddu timbri og er hún skreytt að innan af Grétu Björnsson. Brynjólfur Þórðarson listmálari málaði altaristöflu kirkjunnar árið 1923. Útkirkjur Hvanneyrarkirkju eru Lundarkirkja í Lundarreykjadal, Bæjarkirkja í Bæjarsveit og Fitjakirkja í Skorradal.

Tenglar breyta