Hvítahafsskurðurinn

Hvítahafsskurðurinn er skipaskurður sem tengir Hvítahafið við Eystrasalt. Skurðurinn var tekinn í notkun 2. ágúst 1933. Meðan á gerð skurðarins stóð létust 12.000 Gúlagfangar sem unnu verkið.

Kort yfir Hvítahafsskurðinn.
Skipastigi á Hvítahafsskurðinum við Hvítahafið.
Sígarettutegundin Belomor var kennd við Hvítahafsskurðinn.

Skurðurinn liggur að hluta eftir ám og tveimur vötnum, en það eru Onegavatn og Vygozerovatn. Skurðurinn er 227 km langur. Hann er grunnur eða 4 metra djúpur og nýtist ekki nema þann hluta árs sem vatnið er ekki ísilagt. Sovétríkin kynntu skurðinn sem dæmi um fyrstu vel heppnuðu fimm ára áætlun sína. Smíði hans tók 20 mánuði milli 1931 og 1933 og hann var tilbúinn fjórum mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stjórnvöld létu 12.000 fanga lausa þegar skurðurinn var tilbúinn, en það kemur fram í opinberum gögnum að 12.000 fangar létust á meðan á smíðinni stóð. Talið er að sú tala sé mjög vanmetin og allt að helmingi fleiri hafi látið lífið.

Fangavinna breyta

Hvítahafsskurðurinn var gerður af föngum og unnu yfir 100 þúsund fangar að verkinu. Þeir voru fluttir víða að úr fangelsum. Vanalega hvíldi leynd yfir fangelsum og þrælkunarvinnu í Sovétríkjunum en fangavinnan við þennan skurð var vel auglýst og kynnt fyrir umheiminum sem betrunarvist.

Í íslenskri samtímaheimild er fangavinnunni við Hvítahafskurðinn lýst svona:

 
Önnur þýðing skurðarins. Þúsundir óbótamanna verða að nýtum mönnum. Í Ráðstjórnarríkjunum er eigi aðeins unnið úr öllum úrgöngum efnisins, heldur eru úrþvætti mannkynsins steypt upp og gerð að dugandi mönnum. Í auðvaldslöndunum: Fangelsi, pynding. Í Sovét-Rússlandi: Uppeldi.[1]
 

Tilvísanir breyta

  1. Verkalýðsblaðið 1933.

Heimildir breyta

  • Anne Applebaum (2003): Gulag: A History, London: Penguin, 677 bls
  • Paul R. Gregory, Valery Lazarev and V. V. Lazarev: Economics of Forced Labor: The Soviet Gulag
  • Cynthia A. Ruder: Making History for Stalin: The Story of the Belomor Canal, University Press of Florida, 1998, 284 bls
  • International Institute of Social History: Belomorkanal