Hugrænar meðferðir eru notuðar af klínískum sálfræðingum í meðferð m.a. vegna þunglyndis, kvíðaraskana og fælni. Grunnhugmyndin á bakvið meðferðirnar er að fækka neikvæðum hugsunum eða útrýma þeim og koma í staðinn inn raunsæum eða jákvæðum hugsunum sem gerir þeim sem glíma við geðrænan vanda lífið auðveldara. Lyf eru oft notuð með fram meðferðunum.

Á ensku er nefnast þessar meðferðir cognitive therapy (CT) eða cognitive behavioral therapy (CBT).

Kenningar breyta

Þær kenningar sem liggja til grundvallar hugrænna meðferða eru að einhverju leyti líkar þeim hugmyndum sem liggja að baki kenningum sálaraflssinna. Hugrænar kenningar snúast, eins og nafnið bendir til, um hugarstarf einstaklingsins, rétt eins og sálaraflskenningar. Það er hins vegar mikilvægur greinarmun kenningunum tveimur. Á meðan sálaraflskenningar leggja mikla áherslu á duldar hvatir, væntingar og þrár leggja þeir sem aðhyllast hugrænar kenningar áherslu á það hvernig fólk tekur við upplýsingum, hvernig það vinnur úr þeim og hvernig þær liggja til grundvallar túlkun einstaklingsins á umhverfinu. Kenningar hugfræðinga snúast um það að maðurinn safni, geymi, breyti og túlki í sífellu ytri upplýsingar.

Hugsanirnar eru lykillinn að líðaninni breyta

Einnig er gert ráð fyrir því að upplýsingarnar séu að megninu til meðvitaðar og meðferðin byggir vanalega á hugsunum sem eru til staðar í stað þess að leita orsaka í fyrri reynslu mannsins. Dæmi um þetta er að fólk gerir sér í flestum tilfellum grein fyrir því að það hefur lítið sjálfstraust og sjálfstraustið mótast af mörgum þáttum. Einstaklingurinn hefur t.d. túlkað athugasemdir annarra, hann hefur túlkað mótlæti sem vanmátt o.s.frv. Með því að viðurkenna að hann hefur e.t.v. túlkað upplýsingar á rangan hátt, eða lagt of mikla merkingu í upplýsingarnar og að hann hafi því brugðist á rangan hátt við þeim, líkt og athugasemdum annarra, getur hann bætt sjálfstraustið. Kenningin leggur áherslu á að hugsanir einstaklingsins hafi haft áhrif á tilfinningar hans, öfugt við sálaraflssinna sem leggja oft áherslu á að tilfinningar (líkt og Ödipusarduld) hafi áhrif á hugsanir, og með því að breyta þessum hugsunum getur einstaklingurinn breytt tilfinningum sínum.

Meðferðir breyta

Í hugrænum meðferðum er það lykilatriði að einstaklingurinn geri sér grein fyrir eigin hugsunum sem hafa neikvæð áhrif á hann, endurskoði þær og "skipti þeim út" fyrir jákvæðari hugsanir og sem eru meira í takt við raunveruleikann.

Hugfræðingar hafa oft náð góðum árangri í meðferðum. Meðal þekktra hugrænna meðferða, er rational emotive therapy Albert Ellis og hugræn meðferð Arons Becks, sem hóf starf sitt sem sálgreinandi, við þunglyndi, en þær hafa það að markmiði að minnka, eða útrýma neikvæðum hugsunum.

Ellis setti kenningu sína upphaflega fram árið 1962. Hann telur að óæskileg eða skemmandi hegðun (e. maladaptive behavior) sé afleiðing þess að fólk fylgi ónákvæmum og röngum ályktunum (e. irrational beliefs). Dæmi um þess háttar ályktanir er: "Til þess að verða elskaður þarf mér að ganga einstaklega vel í lífinu". Ályktanir sem þessar geta stjórnað lífi einstaklinga og valdið því að þeir verði nánast aldrei ánægðir með lífið.

Samkvæmt þessu eru það ekki atburðirnir sjálfir sem valda vanlíðan heldur túlkun einstaklinga á atburðunum. Ellis kallar þetta A-B-C módelið. Fólk hefur ákveðna skoðun (e. believe) um ákveðinn atburð (e. activating event) og sú skoðun hefur einhverja afleiðingu fyrir einstaklinginn (e. consequence). Einstaklingar gera sér ekki alltaf grein fyrir þeim atburðum sem hafa áhrif á skoðanir þeirra en þeir eru meðvitaðir um afleiðinguna. Ef túlkun þeirra á atburðinum er röng eða ýkt þá veldur afleiðingin vanlíðan, s.s. í formi kvíða eða þunglyndis.

Samkvæmt Aaron T. Beck er þunglyndi m.a. tilkomið vegna rangs náms (e. faulty learning), röngum ályktunum og ónógrar aðgreiningar ímyndunaraflsins og raunveruleikans. Einstaklingur byrjar snemma á ævinni á að túlka heiminn og að mynda sér kenningar um það hvernig hann virkar. Þunglyndur einstaklingur hefur mistúlkað heiminn og reglurnar, og skoðanir einstaklingsins á atburðum, eigin verðleikum og samböndum við aðra, eru skekktar vegna rangra hugmynda. Þær hugmyndir kallar Beck hugrænt líkan þunglyndis (e. cognitive model of depression). Einstaklingur með þunglyndi eignar sér jafnframt sökina þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dæmi um það væri þunglyndur einstaklingur sem sækir um vinnu. Ef hann fær höfnun gæti hann sagt "Ég er asni. Ég hefði mátt vita að ég hafði ekkert að gera með að sækja um þetta starf." Þannig beinist útkoman að honum sjálfum en ekki ytri aðstæðum, s.s. eins og þeirri staðreynd að 100 aðrir sóttu um vinnuna og tveir voru taldir færari en hann.

Líkt og áður segir hefur meðferð Becks reynst mjög gagnleg og þá sérstaklega þegar hún er notuð ásamt lyfjameðferð.

Meðferð með hugrænni meðferð tekur tíma að virka, oft marga mánuði. En með þolinmæði og góðum meðferðaraðila getur meðferðin verið mjög mikilvægt tól til að komast á rétt spor til betra lífs.

Undirgrein hugrænnar meðferðar er notuð til að vinna á áráttu-þráhyggjuröskun, en þar er einnig notuð klassísk skilyrðing. Slík meðferð hefur verið notuð til að sigrast á áráttu-þráhyggjuröskun með góðum árangri.

Tengt efni breyta