Hryðjuverkaárásirnar í Brussel í mars 2016

Þann 22. mars 2016 milli 8:00–09:11 um morguninn að staðartíma urðu sprengingar á Zaventem flugvelli í Brussel og á neðanjarðarlestarstöðinni Maalbeek nálægt Evrópuþinginu. 32 létust (fyrir utan ódæðismennina) og yfir 250 slösuðust.

Zaventem flugvöllurinn.
Grunaðir hryðjuverkamenn úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum. Leitað er að manninum lengst til hægri.

Sprengingarnar á flugvellinum urðu þar sem verið var að innrita farþega í flug. Um klukkutíma síðar varð sprenging í einum vagni neðanjarðarlestar. Að minnsta kosti 11 létust á flugvellinum og 20 á neðanjarðarlestarstöðinni. Allar almenningssamgöngur voru stöðvaðar í borginni og fólk var hvatt til að halda kyrru fyrir heima. Öryggisráðstafanir voru hertar í Belgíu og nágrannalöndunum.

Árásirnar voru gerðar fjórum dögum eftir að lögreglan í Belgíu hafði hendur í hári Salah Abdeslam, manns sem átti aðild að hryðjuverkaárásunum í París nóvember 2015. [1]

Fórnarlömb breyta

Fórnarlömb sprengjuárásanna, látnir og slasaðir, komu frá minnst fjörtíu löndum.[2]

Ódæðismenn breyta

Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á árásunum. Þriðja mannsins er leitað frá flugvellinum en tveir sprengdu sig í loft upp þar. Ósprungin sprengja fannst þar. [3] Sprengjusérfæðingar áttu síðar við hana og sprengdist hún að hluta án þess að skaða nokkurn.

Borin voru kennsl á tvo árásarmenn, bræðurna Khalid og Brahim el-Bakraoui. Þeir voru sjálfsmorðssprengjumennirnir á flugvellinum og á neðanjarðarlestarstöðinni. Þeir höfðu lent áður í útistöðum við lögreglu og setið í fangelsi. Leitað var að grunuðum manni, Najim Laachraoui í fyrstu [4] en síðar var staðfest að hann hafði látist á flugvellinum. Hann bjó til sprengjurnar. Annars manns með hatt og gleraugu sem sást við hliðina á þeim sem sprengdu sig á flugvellinum var leitað. [5]

Í byrjun apríl fannst Mohamed Abrini í sem leitað hafði verið í tengslum við hryðjuverkin í París. Hann var þriðji maðurinn sem sást á myndum fyrir sjálfsvígsárásina á Zaventem flugvellinum. Osama Krayon, sænskur ríkisborgari sem ólst upp í Malmö, var einnig ákærður fyrir morð vegna aðildar að hryðjuverkunum í Brussel.[6]

Tilvísanir breyta

  1. Hryðjuverkin í Brussel: Það sem vitað er Rúv. Skoðað 22. mars, 2016.
  2. Brussel: Fórnarlömbin frá minnst 40 löndum RÚV. Skoðað 23. mars, 2016
  3. Brussels attacks: Police hunt Zaventem bombings suspect BBC. Skoðað 22. mars, 2016.
  4. Brussels attacks: Media quash reports of Laachraoui arrest BBC. Skoðað 23. mars, 2016.
  5. Brussels attacks: Have blunders hampered Belgian investigation? BBC. Skoðað 31. mars, 2016
  6. Abrini er maðurinn með hattinn Rúv. Skoðað 11. apríl 2016.