Hringbraut (sjónvarpsstöð)

Hringbraut er einkarekið íslenskt fjölmiðlafyrirtæki sem rak sjónvarpsstöð og vefsíðuna hringbraut.is. Hún varð að vefrás í maí 2023.[1]

Um fjölmiðilinn breyta

Sjónvarpsstöðin Hringbraut og vefsíða stöðvarinnar fór í loftið í febrúarmánuði 2015 og hætti starfsemi 31. mars 2023 vegna rekstrarörðugleika, en hélt áfram sem netmiðill. [2]

Í umsókn Hringbrautar um starfsleyfi fjölmiðlanefndar, sagði m.a. „að fjölmiðillinn eigi að vera lifandi vettvangur fyrir reynslumikla fjölmiðlamenn og áhrifafólk í þjóðfélaginu sem jöfnum höndum annist þáttastjórn, pistla- og fréttaskrif.” [3]

Saga breyta

Við stofnun Hringbrautar í febrúarmánuði 2015 sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri telja að pláss sé fyrir Hringbraut á sjónvarpsmarkaðnum enda séu þau öðruvísi en það sem fyrir er. „Við teljum vera pláss fyrir víðsýna og upplýsandi talsmálsstöð, studda af fjölþættum vef, sem er opin fyrir öllum möguleikum Íslands, heimilum og fyrirtækjum til framdráttar, með reynslumiklu fagfólki við stjórnvölinn.[4]

Þegar Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 var greint frá frá stofnun hins nýja miðils, stefnu og tilgangi í fréttatilkynningu[5]:

„Hringbraut er nýr, fjölbreyttur og ókeypis sjónvarps- og vefmiðill sem leggur áherslu á kraftmikla og upplýsandi umræðu um þjóðmál, menningu, heimili, heilsu og lífsstíl. Miðlinum er ekki síst ætlað að vera hringiða uppbyggilegra skoðanaskipta um þjóðfélagsumbætur fyrir heimili og fyrirtæki, þar sem umburðarlyndi og víðsýni eiga að vera leiðarstef í öllum skrifum og þáttagerð, ásamt hlutlægni og mannvirðingu."

Hringbraut var ókeypis sjónvarps- og vefmiðill sem sendi út íslenska dagskrárgerð í fjöldamörgum þáttum í viku hverri viku.

Ritstjórn breyta

Á vef vef fjölmiðlanefndar voru jafnframt birtar reglur Hringbrautar um ritstjórnarlegt sjálfstæði: Þar segir að ritstjórnin sé sjálfstæð og óháð eigendum stöðvarinnar. Ritstjóri sem jafnframt er dagskrárstjóri, er ekki eigandi sjónvarpsstöðvarinnar. Hann ræður einn efnisvali miðilsins og ber ábyrgð á því.[6]

Samstarf við aðra miðla breyta

Við stofnun Hringbrautar lýsti Sigmundur Ernir dagskrárstjóri því í viðtali við Morgunblaðið að stöðin verði „ekki í samkeppni við eina stöð fremur en aðra og raunar viljum við öðru fremur vinna með öðrum fjölmiðlum til að styrkja fjölmiðlun og lýðræði í landinu.“[4]

Í ársbyrjun 2019 var Hringbraut í samstarfi við nokkra fjölmiðla varðandi gerð og birtingu efnis. Má þar nefna vefmiðilinn Kjarnann (Kjarninn miðlar ehf.[7]) og fréttamiðilinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ (Víkurfréttir ehf.[8])

Ítarefni breyta

Listi fjölmiðlanefndar Geymt 17 mars 2019 í Wayback Machine yfir skráða fjölmiðla Íslandi, en samkvæmt fjölmiðlalögum eru allir þeir fjölmiðlar sem ekki eru leyfisskyldir, skráningarskyldir:

Listi fjölmiðlanefndar Geymt 27 febrúar 2019 í Wayback Machine yfir leyfisskylda fjölmiðla á Íslandi.

Tenglar breyta

Heimildir breyta

  1. Kjartansson, Kjartan (5. apríl 2023). „Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum - Vísir“. visir.is.
  2. Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til. Vísir, sótt 31/3 2023
  3. „Fjölmiðlanefnd – – Nýr fjölmiðill: Hringbraut“. Fjölmiðlanefnd (enska). Sótt 5. mars 2019.
  4. 4,0 4,1 „Viðreisn er að viðra sína vængi“. Morgunblaðið. Sótt 5. mars 2019 – gegnum Timarit.is.
  5. „Sigmundur Ernir dagskrárstjóri á nýrri sjónvarpsstöð“. www.mbl.is. Sótt 5. mars 2019.
  6. „Fjölmiðlanefnd – – Hringbraut – fjölmiðlar ehf“. Fjölmiðlanefnd (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2019. Sótt 5. mars 2019.
  7. „Fjölmiðlanefnd – – Kjarninn miðlar ehf“. Fjölmiðlanefnd (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2019. Sótt 5. mars 2019.
  8. „Fjölmiðlanefnd – – Víkurfréttir ehf“. Fjölmiðlanefnd (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2019. Sótt 5. mars 2019.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.