Holger Cahill (Sveinn Kristján Bjarnarson) (13. janúar 18871960) var vestur-íslenskur listfræðingur og forstöðumaður Museum of Modern Art í New York 1932. Hann hafði sérstakan áhuga á alþýðulist. Þann 5. september 1938 birtist mynd af honum á forsíðu Time Magazine.

Holger Cahill fæddist á Skógarströnd og var skírður Sveinn Kristján Bjarnarson, en hann var sonur Björns Jónssonar og Kristínar Bjarnadóttur. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Kanada og síðar til Norður-Dakóta. Þar dó faðir hans árið 1895. Skólaganga hans á unglingsárunum var af skornum skammti, en þegar fram liðu stundir nýtti hann sér kvöldnámskeið sem á leið hans urðu. Árið 1921 var hann ráðinn til starfa við Newark Museum í New Jersey. Síðar varð hann um árabil einn af helstu ráðgjöfum Franklin Delano Roosevelt forseta og John D. Rockefeller yngra, enda talinn einn fremsti listfræðingur Bandaríkjanna.

Frá ungum aldri skrifaði Sveinn Kristján (Holger Cahill) greinar og smásögur fyrir blöð og tímarit og hélt því áfram alla ævi. Hann skrifaði einnig skáldsögur, en fyrsta skáldsaga hans, Profane Earth, kom út 1927, en þekktustu skáldsögur hans eru Look South of the Polar Star (1947), sem gerist í Sjanghæ, og The Shadow of My Hand, sem byggð er á lífi fólks á Dakótasléttunum. Fyrir þá skáldsögu hlaut hann Guggenheimverðlaunin 1956.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.