Hnýfilmosaætt (fræðiheiti Anthocerotaceae) er ætt mosa.

Hnýfilmosaætt
Hverahnýfill (Phaeoceros carolinianus (Michx) Prosk.)
Hverahnýfill (Phaeoceros carolinianus (Michx) Prosk.)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Undirríki: Mosar (Bryophytes)
Fylking: Hornmosar (Anthocerotophyta)
Flokkur: Hnýfilmosaflokkur (Anthocerotopsida)
Ættbálkur: Hnýfilmosabálkur (Anthocerotales)
Ætt: Anthocerotaceae
Limpr. in Cohn.[1]
Ættkvíslir

Sjá grein.

Lýsing breyta

Kynliður flatt, grænt, kvíslgreint þal án vefjaskíptingar sem verður oft stjörnulaga. Rætlingar á neðra borði. Varafrumur á neðra borði og stundum einnig á efra borði. Undir þeim eru hol sem oftast eru fyllt af bláþörungum af ættkvíslinni Nostoc. Egghirslur stakar í yfirborði þals. Eftir fijóvgun vex þalið umhverfis egghlrsluhálsinn og myndar sívalning utan um neðsta hluta gróhirslunnar. Fijóhirslur oftast nokkrar saman í holum í þalinu. í hverri frumu er ein stór, græn plata í stað grænukorna. Engir olíudropar. Fótur stór, kúlulaga eða lauklaga, er inni í þali kynliðarins[2].

Gróhirsla upprétt, græn eða grænbiún, Iöng og mjó, homlaga, vex lengi neðan frá, nær snemma langt upp úr kynliðnum. Í miðju gróhirslu er miðsúla sem ekki nær alveg upp í gegnum gróhirsluna. í kringum hana er gróiýmið. Þar myndast gró og gormfrumur. Gormfrumur oftast úr fleiri en einni frumu. Eiginlegir gormar eru ekki í þeim. Gormfrumur gjörólíkar gróunum. Gró gulleit eða svartleit. Gróin eru ekki kúlulaga. Öðrum megin eru þau kúpt en hinum megin líkjast þau þrihyrndum píramíða. Séu f)ögur gró sett saman mynda þau kúlu. Yst í gróhirslunni er 4-5 frumna þykkur veggur. í ysta laginu eru frumur með grænum plötum og varafrumur[2].

Ættkvíslir breyta

Til Hnýfilmosaætta teljast 3 ættkvíslir með samtals allt að 100 tegundir[3]:

Tegundir á Íslandi breyta

Á Íslandi er bara 1 tegund af þessum mosum[4]Hverahnýfill (Phaeoceros carolinianus (Michx) Prosk.).

Myndasafn breyta

Tilvísanir breyta

  1. Limpricht, G. (1876). „Lebermoose“. Í Cohn, F. (ritstjóri). Kryptogamen-Flora von Schlesien. 1. árgangur. bls. 225–352.
  2. 2,0 2,1 Bergþór Jöhannsson — Íslenskir mosar: Hornmosar og 14 ættir soppmosa [1]
  3. Anthocerotaceae (enska). The Plant List. Version 1.1. 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2017. Sótt 28. september 2016.
  4. Bergþór Jöhannsson — Íslenskir mosar: Skrár og viðbætur [2]

Heimildir breyta

  • Bergþór Jöhannsson 2003. Íslenskir mosar: Skrár og viðbætur. 138 s.
  • Bergþór Jóhannsson 1999. Íslenskir mosar. Hornmosar og 14 ættir soppmosa. 108 s.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.