Hikikomori er japanskt hugtak sem merkir að unglingur eða fullorðinn dregur sig algjörlega í hlé og lifir í sjálfskipaðri einangrun. Orðið er bæði notað um fyrirbærið sjálft og þá sem draga sig í hlé. Hikikomori er oft lýst sem einfara eða nútíma einsetumanni. Sálfræðingurinn Tamaki Saitō skilgreinir hikikomori sem ástand sem hefur orðið vandamál seint á þrítugsaldri og lýsir sér þannig að einstaklingur lokar sig inni á heimili sínu og tekur ekki þátt í samfélaginu í sex mánuði eða lengur og glímir ekki við annað sjáanlegt geðrænt vandamál.

Hikikomori er ungur maður sem vill ekki yfirgefa herbergi sitt og vill ekki hafa samskipti við aðra