Hið alsjáandi auga

Hið alsjáandi auga er tákn sem sýnir auga umlukið ljósgeisla eða umvafið nokkurskonar dýrð. Táknið er yfirleitt notað sem tákn um tilvist Guðs sem fylgist með gjörðum mannkynsins og þá aðallega inni í þríhyrningi sem talið er að tákni heilaga þrenningu.

Hið alsjáandi auga
Augað sem allt sér á eins dollara seðli

Nútímanotkun táknsins fer aðallega fram í Bandaríkjunum en þar er það t.d. notað á bakhluta innsiglis ríkisins sem sést m.a. á dollaraseðlum.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Eye of Providence“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. mars 2006.

   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.