Henri-Paul Motte (13. desember 18461. apríl 1922) var franskur listmálari sem sérhæfði sig í sögulegum viðfangsefnum. Hann lærði hjá Jean-Léon Gérôme og hóf að sýna í Salon de Paris árið 1874. Árið 1892 fékk hann inngöngu í frönsku heiðursfylkinguna. Á Heimssýningunni í París árið 1900 vann hann bronspening. Þekktasta málverk hans er af Richelieu kardinála í umsátrinu um La Rochelle frá 1881.

Umsátrið um La Rochelle (1881)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.