Helle Helle

danskur rithöfundur

Helle Helle, fædd Helle Olsen þann 14. desember 1965 í Nakskov, er danskur rithöfundur. Hún hlaut verðlaunin Kritikerprisen árið 2005 fyrir skáldsöguna Rødby-Puttgarden, árið 2009 hlaut hún PO Enquist-verðlaunin fyrir skáldsöguna Ned til hundene og skáldsagan var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009.[1][2]

Helle Helle árið 2012

Helle nam bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla og fór svo í Forfatterskolen. Í verkum hennar er hverdagslífið í forgrunni og stíllinn er mínimalískur.[3] Hún er sjálf ekki hrifin af því að vera kölluð mínimalísk vegna þess að það hljómar "afskiptalaust", en henni líkar þegar það gerist ekki of mikið í sögunni. Þess vegna kann hún líka að meta Hemingway.[4] Í sumum tilfellum kemur innblásturinn að skáldsögunum greinilega frá hennar eigin lífi. Helle hefur til dæmis unnið í ilmvatnsborðinu á ferjunni milli Rødby og Puttgarden, rétt eins og aðalpersónurnar í skáldsögu hennar Rødby-Puttgarden.[3]

Helle breytti eftirnafninu sínu í Helle þegar hún var 23 ára.[5] Hún býr nálægt Sorø með eiginmanni sínum, listamanninum Mikkel Carl.[5]

Ritaskrá breyta

  • 1993 – Eksempel på liv (skáldsaga)
  • 1996 – Rester (smásögur)
  • 1999 – Hus og hjem (skáldsaga)
  • 2000 – Biler og dyr (smásögur)
  • 2002 – Forestillingen om et ukompliceret liv med en mand (skáldsaga)
  • 2003 – Min mor sidder fast på en pind, með Lars Nørgaard (barnabók)
  • 2005 – Rødby-Puttgarden (skáldsaga)
  • 2008 – Ned til hundene (skáldsaga)
  • 2011 – Dette burde skrives i nutid (skáldsaga)
  • 2014 – Hvis det er (skáldsaga)
    • Á íslensku: Ef þú vilt, Silja Aðalsteinsdóttir þýddi (2016)
  • 2018 – de (skáldsaga)
  • 2022 – Bob (skáldsaga)

Tilvísanir breyta

  1. „Helle Helle / Ner till hundarna“. www.expressen.se (sænska). Sótt 13. maí 2022.
  2. Jensen, Niels (30. mars 2022). „Helle Helle (f. 1965)“. www.litteraturpriser.dk (danska). Sótt 13. maí 2022.
  3. 3,0 3,1 ”Helle Helle”. Forfatterweb. https://forfatterweb.dk/oversigt/zhelle00. Sótt 22. mars 2022.
  4. Kassebeer, Søren (9. apríl 2005). ”Den halve historie er altid den bedste”. Berlingske. https://www.berlingske.dk/content/item/225504. Sótt 22. mars 2022.
  5. 5,0 5,1 Hast, Rikke (10. september 2018). ”Forfatter Helle Helle: Derfor går jeg altid klædt i sort” (på danska). Femina. https://www.femina.dk/liv/selvudvikling/forfatter-helle-helle-derfor-gaar-jeg-altid-klaedt-i-sort. Sótt 22. mars 2022.