Heilarafritun eða EEG er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heila.

Skautum er komið fyrir á sjúkli til heilaritunar

Heilarit er mælikvarði á heildartaugavirkni heilans, einkum heilabarkar. Þau eru venjulega tekin af höfuðkúpu en það kemur fyrir að þeim er beint af heilaberki. Það sem skiptir máli við túlkun ritsins er tvennt, annars vegar sveifluvídd og hins vegar tíðni bylgnanna. Þessi heilarit veita einnig ákveðnar upplýsingar um starfsemi heilans. Það hefur komið í ljós með þessum heilaritum að í svefni má greina fimm stig, breytileg eftir dýpt svefns og hvort draumar komi fram. Einnig hafa ritin komið sér vel við kortlagningu flogaveiki, heilaæxla og heilaskemmda. Nú á dögum er hægt að rannsaka heilann með þessum hætti og hægt að sjá mismunandi starfsemi í ólíkum hlutum heilans. Heilarit eru gróf mæling á heilavirkni, þau mæla virkni á stóru svæði og gefa ekki nákvæma hugmynd um hvaða svæði eru virk við ákveðna hegðun.

Hans Berger

Hans Berger var fyrstur til að nota heilarit í rannsóknum árið 1930.

Heimild breyta

*„Hvað getið þið sagt mér um heilaafritun (EEG)?“. Vísindavefurinn.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.