Haukadalur (Tungum)

Haukadalur er dalur í Biskupstungum í uppsveitum Suðurlands; í Bláskógabyggð. Svæðið er þekkt fyrir Geysissvæðið. Haukadalsskógur er víðfeðmur skógur í dalnum. Við hann er Haukadalskirkja sem á sér langa sögu.

Haukadalur.
Haukadalskirkja.

Haukdælir, valdaætt frá 9. til 13. aldar er kennd við dalinn. Ari fróði Þorgilsson, sagnaritari, Gissur Þorvaldsson, höfðingi og ýmsir biskupar voru af ætt Haukdæla.

Tengill breyta

Haukadalsskógur - Skógræktin