Halldóra Bjarnadóttir

skólastjóri barnaskólans á Akureyri, fyrsti formaður Sambands norðlenskra kvenna og ritstjóri tímaritsins Hlínar

Halldóra Bjarnadóttir (fædd 14. október 1873Ási í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, dó 28. nóvember 1981 á Blönduósi) var skólastjóri barnaskólans á Akureyri, fyrsti formaður Sambands norðlenskra kvenna og ritstjóri tímaritsins Hlínar.

Halldóra leiddi framboðslista kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri árið 1921 og náði kjöri. Hún sagði hins vegar af sér bæjarfulltrúastarfinu tveimur árum síðar.

Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1931 og stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1971.

Heimildir breyta