Haífa

borg í Ísrael

Haífa (hebreska: חיפה) er hafnarborg í Ísrael sem liggur á norðurströnd landsins við Miðjarðarhaf, nálægt landamærum Líbanons. Íbúafjöldi er um 300.000. Bærinn hefur lengi verið þekktur sem dæmi um það að ólíkir trúarhópar geti búið saman í sátt og samlyndi.

Haífa
Svipmyndir
Svipmyndir
Fáni Haífa
Skjaldarmerki Haífa


Haífa er staðsett í Ísrael
Haífa
Haífa
Staðsetning í Ísrael
Hnit: 32°49′09″N 34°59′57″A / 32.81917°N 34.99917°A / 32.81917; 34.99917
Land Ísrael
Umdæmi Haífa
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriEinat Kalisch-Rotem
Flatarmál
 • Borg63,67 km2
Mannfjöldi
 (2022)
 • Borg290.306
 • Þéttleiki4.600/km2
 • Þéttbýli
600.000
 • Stórborgarsvæði
1.050.000
Vefsíðawww.haifa.muni.il
Horft yfir gröf Bábsins og höfnina í Haífa.

Í borginni eru sérstök iðnaðarhverfi, eins og Matamgarðurinn, þar sem mörg ísraelsk og alþjóðleg hátæknifyrirtæki eru með rannsóknar- og þróunardeildir.

Í Haífa er heimsmiðstöð Bahá'í trúarinnar þar sem meðal annars er grafhýsi Bábsins á Karmelfjalli. Regla Karmelíta var stofnuð á fjallinu á miðöldum.

Höfnin í Haífa er stærsta farþegahöfn Ísrael og með stærstu útskipunarhöfnum landsins.