66°09′38″N 18°45′00″V / 66.16056°N 18.75000°V / 66.16056; -18.75000

Héðinsfjörður. Myndin er tekin af þjóðvegi og inn Héðinsfjarðardal. Tóftir bæjarins á Grundarkoti sjást við myndjaðarinn t.v.
Héðinsfjörður

Héðinsfjörður er tæplega 6 km langur eyðifjörður nyrst á Tröllaskaga, á milli Hestfjalls að vestan og Hvanndalabyrðu að austan. Fyrir botni fjarðarins er ágætt veiðivatn, Héðinsfjarðarvatn, og er útrennsli úr því um Héðinsfjarðarós út í fjörðinn. Við vatnið og inn af því voru áður fáeinir bæir. Næsta byggð til vesturs er í Siglufirði og voru fyrrum fjölfarnar leiðir þangað úr Héðinsfirði um bæði Hestskarð og Hólsskarð. Til austurs var mest farið um Fossabrekkur til Ólafsfjarðar.

Mannskæðasta flugslys á Íslandi varð í Héðinsfirði 29. maí 1947 þegar flugvél Flugfélags Íslands flaug á utanvert Hestfjall. Fórust allir 25 sem í vélinni voru, 21 farþegi og fjögurra manna áhöfn.

Árið 2006 hófst vinna við Héðinsfjarðargöng, sem liggja á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð og voru þau opnuð 2. október 2010.

Bæir breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.