Hæfimenn (homo habilis) var tegund manna sem var uppi um 2,4 – 1,5 milljónum ára. Hæfimenn eru fyrsta tegundin sem kallaðir eru menn. Þeir voru fyrstir til að búa sér til verkfæri. Verkfærin voru einföld en fram að þessu höfðu sunnaparnir og einnig önnur dýr einungis notað verkfæri sem þau fundu. Hæfimenn lifðu í Austur-Afríku og lifði á mun fjölbreyttari fæðu en forverar þeirra.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.