Í hljóðfræði er hálfsérhljóð málhljóð eins og /j/, eða /w/ á ensku, sem er svipað sérhljóði en afmarkar atkvæði í staðinn að vera kjarni þess. Hálfsérhljóð eru talin undirflokkur nálgunarhljóða. Eftirfarandi er listi yfir hálfsérhljóð og samsvarandi sérhljóð:

Hálfsérhljóð (óatkvæðisbært) Sérhljóð (atkvæðisbært)
[/j/] (framgómmælt nálgunarhljóð) [/i/] (nálægt frammælt ókringt sérhljóð)
[/ɥ/] (vara- og framgómmælt nálgunarhljóð) [/y/] (nálægt frammælt kringt sérhljóð)
[/ɰ/] (gómfyllumælt nálgunarhljóð) [/ɯ/] (nálægt uppmælt ókringt sérhljóð)
[/w/] (vara- og gómfyllumælt nálgunarhljóð) [/u/] (nálægt uppmælt kringt sérhljóð)

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.