Grill er búnaður sem notaður er til að grilla mat með því að hita matinn á teinum eða öðru álíka. Grill skiptast í tvær aðaltegundir: kolagrill og gasgrill. Einnig eru til einnota kolagrill sem samanstanda af viðarkolum í álbakka með innbyggðri grind.

Kjöt og maís á viðarkolagrilli.
Einnota kolagrill.

Einfalt kolagrill samanstendur af tunnu úr hitaþolnu efni, yfirleitt málmi, sem inniheldur viðarkol. Fyrir ofan kolin er grind sem maturinn er lagður á. Færa má grindina upp eða niður til að fá minni eða meiri hita í matinn. Mikilvægt er að kolin séu látin brenna þangað til þau eru orðin hvít, enda margar tegundir af grillkolum innihalda eldsneyti eða önnur eiturefni. Kolagrill gefur frá sér mikið kolefni og því á að nota það úti.

Gasgrill gengur fyrir jarðgasi. Dæmigert gasgrill er með nokkrum brennurum sem stilla má með því að hleypa meira eða minna gasmagni í gegn. Hitinn af gasgrillum er jafnari en af kolagrillum og það verður til engin aska við brennslu.

Heimild breyta

   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.