Abies cephalonica eða Grikkjaþinur[4] er þintegund ættuð úr fjöllum Grikklands , aðallega á Peloponnesos og eyjunni Kefallonia, og rennur saman við hinn náskylda Búlgaríuþin lengra norður í Pindus fjöllum Norður-Grikklands. Þetta er meðalstórt sígrænt tré sem verður 25 til 35 metra (sjaldan 40m) hátt og með stofnþvermál að einum meter. Hann vex í 900 til 1700 metra hæð yfir sjávarmáli, á fjöllum með úrkomu yfir 1000mm á ári.

Grikkjaþinur
Grikkjaþinur í "Neuer Botanischer Garten Marburg" í Hesse, Þýskalandi
Grikkjaþinur í "Neuer Botanischer Garten Marburg" í Hesse, Þýskalandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. cephalonica

Tvínefni
Abies cephalonica
Loudon
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Samheiti
  • Abies kukunaria Wender. [1831, Schriften Ges. Beförd. Gesammten Naturwiss. Marburg, 2 : ?]
  • Abies acicularis Maxim. ex Lavallée
  • Abies alba subsp. cephalonica (Loudon) K.Richt.
  • Abies alba var. cephalonica (Loudon) Richt.
  • Abies apollinis Link
  • Abies apollinis var. panachaica (Heldr.) Boiss.
  • Abies apollinis var. reginae-amaliae (Heldr.) Boiss.
  • Abies heterophylla K.Koch
  • Abies luscombeana Loudon
  • Abies panachaica Heldr.
  • Abies peloponnesiaca Haage ex K.Koch
  • Abies peloponnesica Haage ex Heldr.
  • Abies picea var. apollinis (Link) Lindl. & Gordon
  • Abies reginae-amaliae Heldr.
  • Picea apollinis (Link) Rauch. ex Gordon
  • Picea apollinis var. panachaica (Heldr.) Boiss.
  • Picea cephalonica (Loudon) Loudon
  • Picea cephalonica var. panachaica (Heldr.) Lindl.
  • Picea panachaica Heldr. ex Carrière
  • Pinus abies var. apollinis (Link) Endl.
  • Pinus abies var. cephalonica (Loudon) H.Christ
  • Pinus abies var. panachaica (Heldr.) H.Christ
  • Pinus apollinis (Link) Antoine
  • Pinus cephalonica (Loudon) Endl.
  • Pinus cephalonica var. reginae-amaliae (Heldr.) Voss
  • Pinus picea var. graeca Fraas[2][3]

Lýsing breyta

 
Villtur Grikkjaþinur
 
Grein með barri
 
Blómstrandi grein
 
Útbreiðslusvæði

Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 3 sm langt og 2mm breitt og 0.5mm þykkt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan. Oddurinn á barrinu er yddur, yfirleitt nokkuð hvass en stundum sljór, sérstaklega á hægvaxandi sprotum á eldri trjám. Könglarnir eru 10 til 20 sm langir og 4 sm breiðir, með um 150 til 200 köngulskeljum, hver með lítið eitt útstæðu stoðblaði og tvemur vængjuðum fræjum; könglarnir sundrast þegar þeir eru fullþroska til að losa fræin.

Hann er einnig náskyldur Nordmannsþini austur í norður Tyrklandi.

Nytjar breyta

Grikkjaþinur var mikilvægur áður fyrr til timburs í byggingar, en er nú of sjaldgæfur til að vera til mikilla nytja. Hann er einnig ræktaður til prýðis í almenningsgörðum og öðrum stórum görðum, þó á svæðum sem fá sein vorfrost hættir honum til að fá skemmdir, þar sem hann er eitt af fyrstu barrtrjánum til að byrja vöxt að vori.

Tilvísanir breyta

  1. Gardner, M.; Knees, S. (2011). „Abies cephalonica“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011. Sótt 14. nóvember 2011.
  2. Abies en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. apríl 2018. Sótt 12. janúar 2017.
  3. Grikkjaþinur. World Checklist of Selected Plant Families.
  4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist