Granada er höfuðborg samnefnds héraðs í Andalúsíu á Spáni. Granada er við fjallsrætur Sierra Nevada við ármót fjögurra fljóta: Darro, Genil, Monachil og Beiro. Borgin liggur í yfir 738 metrum yfir sjávarmáli en er aðeins eins tíma ökuferð frá Miðjarðarhafi.

Alhambra í Granada

Samkvæmt manntalinu 2005 voru íbúar sjálfrar borgarinnar 236.982 en íbúar stórborgarsvæðins voru 472.638. Granada er því 13. stærsta borg á Spáni. Um það bil 3,3% íbúa höfðu ekki spænskt ríkisfang en flestir þeirra eru frá Suður-Ameríku.

Höllin og virkið Alhambra er í Granada en hún var reist af Márum. Hún er eitt helsta dæmi um íslömsku arfsögnina á svæðinu sem gerir Granada eina vinsælustu ferðamannaborg Spánar. Borgin er vel þekkt á Spáni fyrir háskólann sinn. Háskólinn er með 80.000 nemendur á fimm lóðum í borginni. Granateplið (granada á spænsku) er tákn borgarinnar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.