Gran Hotel eru spænskir sjónvarpsþættir sem hófu göngu sína haustið 2011. Þættirnir gerast í upphafi 20. aldar og segja frá Alarcán fjölskyldunni, sem eru eigendur lúxushótels. Þar starfar fjöldi þjónustufólks sem einnig er fjallað um. Þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda, sérstaklega eftir að þeim var streymt inn á Netflix.

Gran Hotel
TegundDrama
LeikararYon González
Amaia Salamanca
Adriana Ozores
Pedro Alonso
Concha Velasco
Llorenç González
Pep Antón Muñoz
Fele Martínez
Luz Valdenebro
Marta Larralde
Eloy Azorín
Upprunaland Spánn
FrummálSpænska
Fjöldi þáttaraða3
Fjöldi þátta39
Framleiðsla
Lengd þáttar70-80 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðAntena 3
Sýnt4. október 2011 – 25. júní 2013
Tenglar
IMDb tengill

Söguþráður breyta

Verkalýðspilturinn Julio Olmero kemur til hótelsins til að heimsækja systur sína Cristinu sem er þerna þar. Þegar þangað er komið kemst hann að því hún hafi verið rekin mánuði áður fyrir þjófnað. Julio trúir því ekki að systir hans sé þjófur og er sannfærður um að eitthvað slæmt hafi hent hana. Hann ræður sig sem þjón á hótelinu til að komst til botns í málinu. Fljótlega kynnist hann Aliciu Alarcán, dóttur eigenda hótelsins, sem hjálpar honum við leit að systur sinni. Saman vinna þau að því að ljóstra upp um alls kyns leyndarmál hótelsins.

Hlutverk breyta

  • Yon González sem Julio Olmero/Julio Espinosa/Julio Molino: Verklýðs piltur sem ræður sig sem þjón á Gran Hótelinu til þess að komast að því hvað varð um systur sína.,
  • Amaia Salamanca sem Alica Alarcán: yngsta dóttir Doña Teresa og Don Carlos. Systir Sofíu og Javier. Hálfsystir Ángel og Andrés. Hún er neydd til að giftast hótel stjóranum Diego Murquía. Hún vingast við Julio og hjálpar honum við leit að systur sinni.
  • Adriana Ozores sem Doña Teresa Alarcán: Eigandi Gran Hotel og móðir Sofíu, Javier og Alicu. Hún er ansi ákveðin og gerir allt til að ná sínu fram.
  • Pedro Alonso sem Diego Murquía / Adrián Vera Celande: Hótelstjórinn og unnusti Aliciu.
  • Concha Velasco sem Ángela Salinas: Ráðskona hótelsins. Móðir Ángel og Andrés.
  • Llorenç González sem Andrés Cernuda Salinas/Andrés Alarcán Salinas: Þjónn og besti vinur Julio. Andrés er laungetinn sonur Ángelu og Don Carlos. Hann er bróðir Ángel og hálfbróðir Sofíu, Javier og Aliciu.
  • Pep Antón Muñoz sem Horacio Ayala: lögreglu maður sem reynir hvað sem hann getur ásamt aðstoðarmanni sínum Hernando að leysa þau fjölda mörgu glæpamál sem eiga sér stað á hótelinu.
  • Fele Martínez sem Alfredo Marqués de Vergara: eiginmaður Sofíu. Hann er í litlu uppáhaldi hjá Doña Teresa en reynir hvað sem hann getur að komast í mjúkinn hjá henni.
  • Luz Valdenebro sem Sofía Alarcán: eldri dóttir Doña Teresa og Don Carlos. Systir Javier og Sofíu. Hálfsystir Ángel og Andrés. Hún er gift Alfredo. Sofía er ólétt í upphafi þáttana en eftir að falla niður stiga missir hún fóstrið. Hún lýgur þó að eiginmanni sínum og lætur hann halda að hún sé enn ólétt.
  • Marta Larralde sem Belén Martín: þerna sem var herbergisfélagi Cristinu Olmero. Belén er ólétt eftir Diego en semur við Doña Teresa um að gefa Sofíu barnið sitt. Hún verður síðar eiginkona Andrés.
  • Eloy Azorín sem Javier Alarcán: Sonur Doña Teresa og Don Carlos. Bróðir Sofíu og Aliciu. Hálfbróðir Ángel og Andrés. Javier er mikill glaumgosi og spilafíkill og á auðvelt með að koma sér í vandræði.