Grýlurnar

Íslensk hljómsveit

Grýlurnar var íslensk hljómsveit sem starfaði frá 1981 til 1983 og stundum talin fyrsta íslenska kvennahljómsveitin en tónlistin einkenndist af pönki og framsæknu rokki.

Grýlurnar
FæðingGrýlurnar
UppruniReykjavík, Íslandi
Ár1981 - 1984
Stefnurpönk, framsækið rokk, rokk
ÚtgefandiSteinar hf.
SamvinnaStuðmenn
MeðlimirRagnhildur Gísladóttir

Herdís Hallvarðardóttir
Inga Rún Pálmarsdóttir

Linda Björk Hreiðarsdóttir

Ragnhildur Gísladóttir hætti í Brimkló snemma árs 1981 og tilkynnti að hún hyggðist stofna sína eigin kvennahljómsveit. Þann 1. apríl var sveitin svo formlega stofnuð af Ragnhildi, sem söng og lék á hljómborð ásamt Herdísi Hallvarðsdóttur, sem á þeim tíma var nemi á fagott og óbó, Ingu Rúni Pálmarsdóttur, sem spilaði á gítar og Lindu Björk Hreiðarsdóttur sem spilaði á trommur.

Árið 1982 voru Grýlurnar fengnar til þess að leika í kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, undir nafninu Gærurnar. Myndin vakti mikla lukku og komu Grýlurnar m.a. fram á samnefndri plötu með lögum úr myndinni. Í kjölfar myndarinnar beið sveitarinnar þónokkur frægð og gáfu þær út sína fyrstu og einu breiðskífu, Mávastellið, árið 1983.

Á stuttri starfsævi sveitarinnar afrekaði hún að fara í tónleikaferðalag til Skandinavíu og Bandaríkjanna þótt ekki væru allir sveitarmeðlimir sammála um að sækja ætti á erlend mið.

Þegar Herdís dró sig í hlé frá hljómsveitinni af heilsufarsástæðum 1983 byrjaði að flosna uppúr samstarfinu. Þrátt fyrir miklar tilraunir meðlima var öllum orðið ljóst í árslok 1984 að dagar Grýlanna voru taldir.

Plötur breyta


Tenglar breyta