Grýlukerti nefnist ís sem hefur orðið til þegar vatn drýpur niður og frýs og myndar ílangt form ekki ósvipað kertum í laginu.

Grýlukerti á húsi í Gdansk í Póllandi.

Orðsifjar breyta

Talið er mögulegt að kalksteinsstrókar sem myndast í hellum og hanga þar niður hafi verið uppruni orðsins og orðið Grýla í nafninu vísi til þess að jólavætturinn Grýla var sögð búa í helli.

Tengill breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  • „Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?“. Vísindavefurinn.