Gisti[1] er hugtak í tölvuhögun sem vísar til afar hraðvirkra minnishólfa sem geyma ýmis gildi á meðan örgjörvinn vinnur með þau. Gisti eru efst í minnisstigveldinu og eru hraðasta leiðin fyrir miðverkið til að sækja gögn.

32-bita x86-hönnunin hefur að geyma 8 heiltölugisti. Þegar hönnunin var útvíkkuð í 64-bita, fjölgaði gistunum í 16. Þess utan hafa nýja og gamla hönnunin aukalega fleytitölugisti (og sama á við t.d. flesta RISC örgjörva). Margir RISC-örgjörvar hafa 16 heiltölugisti og 64-bita ARM hefur 31. Til eru örgjörvar með 128 gisti (t.d. IA64/Itanium, sem ekki er lengur framleiddur), en það er sjaldgæft.

Tilvísanir breyta

  1. gisti hk. Geymt 6 mars 2016 í Wayback Machine frá Tölvuorðasafninu