Genasamsæta[1] eða einfaldlega samsæta[2] kallast mismunandi afbrigði af sama geni. Stundum er einnig talað um allel. Gregor Mendel rannsakaði samsætur af genum baunagrasins, sem gáfu t.d. sléttar eða hrukkóttar baunir. Hver genasamsæta getur haft áhrif á eiginleika eins og blóðflokk eða augnlit. Einnig er talað um samsætur á DNA sviði. Sumar samsætur gena á DNA sviði hafa ólík áhrif á svipfar, en aðrar ekki. Tvílitna lífverur eru að jafnaði með tvær samsætur af hverju geni. Ef samsæta hefur áhrif á einhvern eiginleika má skilgreina hvers eðlis þau eru. Samsætur geta t.d. verið ríkjandi eða víkjandi, en einnig eru þekktar jafnríkjandi samsætur eða með magnbundin áhrif (hálfríkjandi).

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

  • „Hvað er genasamsæta?“. Vísindavefurinn.

Heimildir breyta

  1. Orðið „genasamsæta“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
  2. Orðið „samsæta“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.