Games Workshop er breskt leikjafyrirtæki sem var stofnað í London árið 1975 af John Peake, Ian Livingstone og Steve Jackson. Upphaflega framleiddi fyrirtækið spilaborð fyrir borðspil eins og skák, go, myllu og kotru. Fljótlega færði það sig þó yfir í sölu „óhefðbundinna“ spila, þar á meðal tölvuspila sem varð til þess að Peake hætti 1976. Fyrirtækið fékk einkarétt á dreifingu á spilum frá bandaríska leikjafyrirtækinu TSR í Bretlandi. Sala þessara spila, eins og t.d. Dungeons & Dragons-hlutverkaspilanna, gekk vel og varð til þess að fyrirtækið óx hratt. 1979 fjármögnuðu þeir stofnun tindátaframleiðandans Citadel Miniatures í Newark-on-Trent en það var síðar innlimað í Games Workshop.

Games Workshop-verslun í Belfast á Norður-Írlandi

Fyrirtækið hefur vaxið hratt og er nú skráð á kauphöllinni í London. Uppistaðan í framleiðslunni eru tindátar og herkænskuspil þeim tengd í fantasíuumhverfi á borð við Warhammer og Lord of the Rings.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.