Gálgaskegg (fræðiheiti: Bryoria implexa) er tegund fléttna af litskófarætt. Gálgaskegg er flokkað sem tegund í bráðri útrýmingarhættu á válista íslenskra plantna 1996.

Gálgaskegg
Ástand stofns

Í mikilli útrýmingarhættu Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Litskófarætt (Parmeliaceae)
Ættkvísl: Bryoria
Tegund:
Gálgaskegg (B. implexa)

Tvínefni
Bryoria implexa

Útlit breyta

Gálgaskegg er dökkbrúnt, stundum með ólífublæ, matt eða eilítið gljáandi og gert úr löngum þráðum og líkist nokkuð jötunskeggi. Þalið er hangandi, hárkennt, 5-10 cm langt og sívalt. Stofngreinarnar eru 0,2-0,3 mm í þvermál en fínni greinar 0,1 mm í þvermál.[2]

Gálgaskegg hefur ekki sést með askhirslum á Íslandi.[2]

Útbreiðsla og búsvæði breyta

Gálgaskegg vex á hraundröngum[1] og finnst bæði í Norður-Ameríku og í Evrópu.[3] Það hefur aðeins fundist á einum stað á Íslandi, á Gálgakletti á Álftanesi og þaðan er íslenskt heiti tegundarinnar dregið.[2]

Efnafræði breyta

Gálgaskegg inniheldur norstictinsýru.[2]

Þalsvörun gálgaskeggs er K+ veik gul svörun, C-, KC-, P+ gul.[2]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 Flóra Íslands (án árs). Gálgaskegg - Bryoria implexa. Sótt þann 9. apríl 2019.
  3. Velmala, S., Myllys, L., Goward, T., Holien, H., & Halonen, P. (2014). Taxonomy of Bryoria section Implexae (Parmeliaceae, Lecanoromycetes) in North America and Europe, based on chemical, morphological and molecular data. Annales Botanici Fennici 51(6): 345-372. Finnish Zoological and Botanical Publishing Board.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.