Fritz Røed

norskur myndhöggvari (1928-2002)

Fritz Røed (15. ágúst 192820. desember 2002) var norskur myndhöggvari frá Bryne í Rogalandi. Þekktasta verk hans er Sverð í kletti, þrjú stór sverð sem standa upp úr kletti í Hafursfirði og eru minnismerki um Hafursfjarðarorustu og sameiningu Noregs í eitt ríki.

2004 var höggmyndagarður helgaður verkum Fritz Røed opnaður í Bryne.