Frederic de Forest Allen

Frederic de Forest Allen (18441897) var bandarískur fornfræðingur frá Oberlin í Ohio.

Frederic de Forest Allen

Allen brautskráðist frá Oberlin College árið 1863 og hélt til Þýskalands. Hann nam við háskólann í Leipzig frá 1868 til 1870 og lauk náminu með doktorsgráðu. Doktorsritgerð hans hét De Dialecto Locrensium (Um lókríska mállýsku).

Að námi sínu loknu varð hann prófessor við háskólann í Austur-Tennessee, háskólann í Cincinnati og Yale College. Hann kenndi klassíska textafræði við Harvard síðustu sautján ár ævi sinnar.

Helstu ritverk breyta

  • Remnants of Early Latin (1880)
  • Greek Versification in Inscriptions (1888)
  • Æschylus: The Prometheus Bound and the Fragments of the Prometheus Unbound (1897)
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.