Fróði Baggi

aðalpersóna Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien

Fróði Baggi er ein aðalpersónanna í bók J.R.R. Tolkien Hringadróttinssögu. Hann er Hobbiti og gegnir hlutverki Hringbera í sögunni, það er sá sem gætir Hringsins eina, sem bókin dregur nafn sitt af, en Fróða er ætlað að kasta Hringnum í Dómsdyngju í Mordor.

Hringur þessi kemur fyrst við sögu í bókinni Hobbitanum, sem er einskonar undanfari Hringadrottinssögu, þar sem Bilbó Baggi eignast hann, en í upphafi Hringadróttinssögu eftirlætur hann Fróða Bagga, frænda sínum, Hringinn.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.