Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er þjóðhöfðingi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann er kjörinn til fimm ára í senn af Sambandsráði Sameinuðu arabísku furstadæmanna en þar sem hefð er fyrir því að furstinn í Abú Dabí fari með forsetaembættið er það í reynd arfgengt innan fjölskyldu emírsins af Abú Dabí. Aðeins þrír menn hafa gengt þessu embætti frá upphafi: Fyrstur var Zayed bin Sultan Al Nahyan en eftir lát hans árið 2004 tók elsti sonur hans, Khalifa bin Zayed Al Nahyan, við. Khalifa lést árið 2022.[1] Krónprinsinn Mohamed bin Zayed Al Nahyan tók við sem nýr forseti.[2]

Mohamed bin Zayed Al Nahyan

Tilvísanir breyta

  1. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (13. maí 2022). „Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn“. Vísir. Sótt 13. maí 2022.
  2. Sveinn Ólafur Melsted (14. maí 2022). „Sheikh Mohamed tekur við af hálfbróður sínum“. RÚV. Sótt 14. maí 2022.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.