Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2000

54. forsetakosningar Bandaríkjanna

Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram þann 7. nóvember árið 2000. Helstu frambjóðendurnir í kosningunum voru Al Gore, sitjandi varaforseti Bandaríkjanna úr Demókrataflokknum, og George W. Bush, sitjandi fylkisstjóri Texas úr Repúblikanaflokknum. Kosningarnar voru með þeim naumustu og umdeildustu í sögu Bandaríkjanna og þeim lauk með því að Bush var kjörinn forseti með naumum meirihluta í kjörmannaráðinu þrátt fyrir að Gore hefði hlotið um 300.000 fleiri atkvæði á landsvísu.[1][2][3][4]

George W. Bush, kjörinn forseti úr Repúblikanaflokknum
Al Gore, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins

Á kosninganótt var enn ekki ljóst hvort Bush eða Gore hefði unnið kosningarnar þar sem ekki hafði verið skorið úr um sigurvegara í Flórída, en án þeirra 25 kjörmanna sem sigurvegara var úthlutað í fylkinu voru hvorki Bush né Gore með meirihluta í kjörmannaráðinu. Í fyrstu talningum á atkvæðum frá Flórída var Bush með aðeins 537 atkvæða forskot á Gore, eða aðeins 0,009 % mismun. Allt stefndi því í að endurtalning á atkvæðum færi fram í Flórída, en Bush kærði þá ákvörðun til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þann 12. desember 2000 kvað Hæstirétturinn upp úrskurð sinn í málinu Bush gegn Gore þar sem meirihlutaálit fimm dómara gegn fjórum kvað á um að endurtalningin skyldi stöðvuð. Þar með var hinn naumi sigur Bush í fylkinu staðfestur og sömuleiðis sigur hans í kosningunum öllum.[5] Bush hlaut 271 kjörmenn, aðeins einum fleiri en þarf til að tryggja sér meirihluta.

Kosningarnar 2000 voru fyrsta skipti frá árinu 1888 sem sigurvegari í bandarískum forsetakosningum vann þrátt fyrir að hafa hlotið færri atkvæði á landsvísu en andstæðingur sinn. Þetta átti næst eftir að gerast í forsetakosningunum 2016.

Prófkjör breyta

Repúblikanaflokkurinn breyta

Frambjóðendur breyta

  • Sigurvegari: George W. Bush, fylkisstjóri Texas (1995–2000)
    • Varaforsetaefni: Dick Cheney, varnarráðherra Bandaríkjanna (1989–1993)
  • Alan Keyes; dró framboð til baka þann 25. júlí 2000
  • John McCain, öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona (1987–2018); dró framboð til baka þann 9. mars 2000
  • Steve Forbes, kaupsýslumaður; dró framboð til baka þann 10. febrúar 2000
  • Gary Bauer; dró framboð til baka þann 4. febrúar 2000
  • Orrin Hatch; öldungadeildarþingmaður fyrir Utah (1977–2019); dró framboð til baka þann 26. janúar 2000
  • Pat Buchanan; dró framboð til baka þann 25. október 1999
  • Elizabeth Dole, vinnuráðherra Bandaríkjanna (1989–1990); dró framboð til baka þann 29. október 1999

Demókrataflokkurinn breyta

Frambjóðendur breyta

  • Sigurvegari: Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna (1993–2001)
  • Bill Bradley, öldungadeildarþingmaður fyrir New Jersey (1979–1997); dró framboð til baka þann 9. mars 2000

Niðurstöður breyta

Fylki George W. Bush Al Gore Ralph Nader Pat Buchanan Harry Browne Howard Phillips John Hagelin Aðrir
Alabama 56,48% 41,57% 1,10% 0,38% 0,35% 0,05% 0,03% 0,04%
Alaska 58,62% 27,67% 10,07% 1,82% 0,92% 0,21% 0,32% 0,37%
Arizona 51,02% 44,73% 2,98% 0,81% 0,01% 0,07% 0,38%
Arkansas 51,31% 45,86% 1,46% 0,80% 0,30% 0,15% 0,12%
Kalifornía 41,65% 53,45% 3,82% 0,41% 0,42% 0,16% 0,10% 0,00%
Colorado 50,75% 42,39% 5,25% 0,60% 0,73% 0,08% 0,13% 0,07%
Connecticut 38,44% 55,91% 4,42% 0,32% 0,24% 0,66% 0,00% 0,00%
Delaware 41,90% 54,96% 2,54% 0,24% 0,24% 0,06% 0,03% 0,03%
Washington, D.C. 8,95% 85,16% 5,24% 0,33% 0,32%
Flórída 48,85% 48,84% 1,63% 0,29% 0,28% 0,02% 0,04% 0,05%
Georgía 54,67% 42,98% 0,52% 0,42% 1,40% 0,01% 0,00%
Hawaii 37,46% 55,79% 5,88% 0,29% 0,40% 0,09% 0,08%
Idaho 67,17% 27,64% 2,45% 1,52% 0,70% 0,29% 0,23% 0,00%
Illinois 42,58% 54,60% 2,19% 0,34% 0,25% 0,00% 0,04% 0,00%
Indiana 56,65% 41,01% 0,84% 0,77% 0,71% 0,01% 0,01% 0,00%
Iowa 48,22% 48,54% 2,23% 0,44% 0,24% 0,05% 0,17% 0,11%
Kansas 58,04% 37,24% 3,37% 0,69% 0,42% 0,12% 0,13%
Kentucky 56,50% 41,37% 1,50% 0,27% 0,19% 0,06% 0,10% 0,01%
Louisiana 52,55% 44,88% 1,16% 0,81% 0,17% 0,31% 0,06% 0,06%
Maine 43,97% 49,09% 5,70% 0,68% 0,47% 0,09% 0,00%
ME-1 42,59% 50,52% 5,82% 0,57% 0,42% 0,07% 0,00%
ME-1 45,56% 47,43% 5,56% 0,81% 0,53% 0,11% 0,00%
Maryland 40,18% 56,57% 2,65% 0,21% 0,26% 0,05% 0,01% 0,07%
Massachusetts 32,50% 59,80% 6,42% 0,41% 0,61% 0,11% 0,15%
Michigan 46,15% 51,28% 1,99% 0,04% 0,39% 0,09% 0,06%
Minnesota 45,50% 47,91% 5,20% 0,91% 0,22% 0,13% 0,09% 0,04%
Mississippi 57,62% 40,70% 0,82% 0,23% 0,20% 0,33% 0,05% 0,06%
Missouri 50,42% 47,08% 1,63% 0,42% 0,32% 0,08% 0,05%
Montana 58,44% 33,36% 5,95% 1,39% 0,42% 0,28% 0,16% 0,00%
Nebraska 62,25% 33,25% 3,52% 0,52% 0,32% 0,07% 0,07%
NE-1 58,90% 35,92% 4,17% 0,55% 0,31% 0,07% 0,08%
NE-2 56,92% 38,52% 3,68% 0,37% 0,40% 0,06% 0,06%
NE-2 71,35% 24,94% 2,66% 0,66% 0,25% 0,07% 0,07%
Nevada 49,52% 45,98% 2,46% 0,78% 0,54% 0,10% 0,07% 0,54%
New Hampshire 48,07% 46,80% 3,90% 0,46% 0,48% 0,06% 0,01% 0,21%
New Jersey 40,29% 56,13% 2,97% 0,22% 0,20% 0,04% 0,07% 0,09%
New Mexico 47,85% 47,91% 3,55% 0,23% 0,34% 0,06% 0,06%
New York 35,23% 60,21% 3,58% 0,46% 0,11% 0,02% 0,36% 0,03%
Norður-Karólína 56,03% 43,20% 0,30% 0,42% 0,04%
Norður-Dakóta 60,66% 33,06% 3,29% 2,53% 0,23% 0,13% 0,11%
Ohio 49,97% 46,46% 2,50% 0,57% 0,29% 0,08% 0,13% 0,00%
Oklahoma 60,31% 38,43% 0,73% 0,53%
Oregon 46,52% 46,96% 5,04% 0,46% 0,49% 0,14% 0,17% 0,22%
Pennsylvanía 46,43% 50,60% 2,10% 0,33% 0,23% 0,29% 0,02%
Rhode Island 31,91% 60,99% 6,12% 0,56% 0,18% 0,02% 0,07% 0,15%
Suður-Karólína 56,84% 40,90% 1,46% 0,25% 0,35% 0,12% 0,07%
Suður-Dakóta 60,30% 37,56% 1,05% 0,53% 0,56%
Tennessee 51,15% 47,28% 0,95% 0,20% 0,21% 0,05% 0,03% 0,12%
Texas 59,30% 37,98% 2,15% 0,19% 0,36% 0,01% 0,00%
Utah 66,83% 26,34% 4,65% 1,21% 0,47% 0,35% 0,10% 0,05%
Vermont 40,70% 50,63% 6,92% 0,74% 0,27% 0,05% 0,07% 0,61%
Virginía 52,47% 44,44% 2,17% 0,20% 0,55% 0,07% 0,01% 0,10%
Washington-fylki 44,58% 50,16% 4,14% 0,29% 0,53% 0,08% 0,12% 0,11%
Vestur-Virginía 51,92% 45,59% 1,65% 0,49% 0,30% 0,00% 0,06% 0,00%
Wisconsin 47,61% 47,83% 3,62% 0,44% 0,26% 0,08% 0,03% 0,13%
Wyoming 67,76% 27,70% 2,12% 1,25% 0,66% 0,33% 0,19%
Alríkis 47,87% 48,38% 2,74% 0,43% 0,36% 0,09% 0,08% 0,05%
Kjörmannaatkvæði 271 267

Sjá einnig breyta

Tilvísanir breyta

  1. Pruitt, Sarah. „7 Most Contentious U.S. Presidential Elections“. HISTORY (enska). Afrit af uppruna á 27. apríl 2019. Sótt 9. janúar 2019.
  2. Haddad, Ken (7. nóvember 2016). „5 of the closest Presidential elections in US history“. WDIV (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 10. janúar 2019. Sótt 9. janúar 2019.
  3. Fain/Briefing, Thom. „5 of the closest presidential elections in U.S. history“. fosters.com (enska). Afrit af uppruna á 10. janúar 2019. Sótt 9. janúar 2019.
  4. Wood, Richard (25. júlí 2017). „Top 9 closest US presidential elections since 1945“. Here Is The City (enska). Afrit af uppruna á 10. janúar 2019. Sótt 9. janúar 2019.
  5. Elías Snæland Jónsson (16. desember 2000). „Dómur velur forseta“. Dagur. bls. 31.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.