Flugfreyjufélag Íslands

Flugfreyjufélag Íslands (skammstafað FFÍ) var stofnað 30. desember 1954 og er í dag stéttarfélag flugfreyja og flugþjóna sem starfa hjá íslenskum flugfélögum. Formaður félagsins er Berglind Hafsteinsdóttir

Tilgangurinn með stofnun félagsins var að standa vörð um kaup, kjör og aðbúnað flugfreyja.[1]

Í janúar árið 1955 undirritaði félagið sinn fyrsta kjarasamning og árið 1965 varð félagið aðili að Lífeyrissjóði verslunarmanna og var félagið í hópi frumkvöðla á þeim vettvangi en fjórum árum síðar tók skylduaðild launþega í lífeyrissjóð gildi. Flugfreyjufélagið var einnig brautryðjandi í að fá fæðingarorlof samþykkt fyrir félagsmenn sína. Árið 1973 urðu þau tímamót í stétt flugfreyja að aldurstakmörkum var breytt á þann veg að þá gátu flugfreyjur sinnt starfinu alla starfsævina eða þar til hefbundnum eftirlaunaaldri var náð.[2] Á síðustu árum hefur eitt af helstu stefnumálum félagsins verið að semja um sveigjanleg starfslok fyrir félagsmenn og að stofna séreignasjóð sem gerir flugfreyjum og flugþjónum nú kleift að láta af störfum við 63 ára aldur.[1]

Formenn Flugfreyjufélags Íslands breyta

  • Andrea Þorleifsdóttir 1955-1957
  • Guðrún Steingrímsdóttir 1957-1959
  • Erla Águstsdóttir 1959-1960
  • Kirsten Thorberg 1960-1961
  • María Jónsdóttir 1961-1963
  • Þóra Kristín Jónsdóttir 1963-1964
  • Arnheiður Þórhallsdóttir 1964-1966
  • Jóhanna Sigurðardóttir 1966-1967
  • Jóhanna Kristjánsdóttir 1967-1968
  • Jóhanna Sigurðardóttir 1969-1970
  • Inga Eiríksdóttir 1970-1971
  • Jóhanna Björnsdóttir 1971-1972
  • Erla Hatlemark 1972-1977
  • Jófríður Björnsdóttir 1977-1982
  • Margrét Guðmundsdóttir 1982-1986
  • Sigurlín Scheving 1986-1989
  • Jóhanna Kristjánsdóttir 1989-1990
  • Gréta Önundardóttir 1990-1993
  • Erla Hatlemark 1993-1998
  • Anna Dóra Guðmundsdóttir 1998-2001
  • Ásdís Eva Hannesdóttir 2001-2005
  • Sigrún Jónsdóttir 2005-2013
  • Sigrún Ása Harðardóttir 2013-2017
  • Berglind Hafsteinsdóttir 2017-[2]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Ffi.is, „Saga Flugfreyjufélags Íslands“ Geymt 10 júlí 2019 í Wayback Machine (skoðað 10. júlí 2019)
  2. 2,0 2,1 Jónína Þórunn Jónsdóttir, „Áhugi félagsmanna á Flugfreyjufélagi Íslands“ MS-ritgerð í mannauðsstjórnun, Maí 2013 (skoðað 10. júlí 2019)