Flosagjá er gjá á Þingvöllum sem rennur saman við Nikulásargjá fyrir enda hraunrima sem nefnist Spöngin. Flosagjá og Nikulásargjá eru því samtengdar.

Flosagjá

Í Nikúlásargjá mun Nikulás Magnússon sýslumaður hafa drekkt sér 24. júlí 1742 en Nikulásargjá er líka stundum nefnd Nikulásarpyttur. Eftir að menn tóku að kasta skildingum í Nikulásargjá af brúnni, sem er hluti af veginum að Þingvallabænum, kalla menn nú staðinn Peningagjá. Margir kannast aðeins við gjána undir því nafni en það er þó ekki eiginlegt nafn hennar.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.